Diljá Mist Einars­dóttir, hæsta­réttar­lög­maður og að­stoðar­maður utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra, hefur á­kveðið að gefa kost á sér í 3. sæti í próf­kjöri sjálf­stæðis­manna í Reykja­vík fyrir komandi Al­þingis­kosningar sem fram fer þann 4. og 5. júní nk. Diljá er gift Róberti Bene­dikt Róberts­syni, fjár­mála­stjóra, og eiga þau tvö börn. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Diljá Mist Einars­dóttir fæddist í Reykja­vík 21. desember 1987. Hún öðlaðist mál­flutnings­réttindi fyrir Hæsta­rétti í desember 2016, yngst kvenna á Ís­landi. Diljá er með meistara­próf í lög­fræði frá Há­skóla Ís­lands en hún starfaði áður sem full­trúi á lög­manns­stofunni Lög¬máli. Auk meistara­prófs í lög­fræði er Diljá með LL.M. gráðu í auð­linda­rétti og al­þjóð­legum um­hverfis­rétti frá Há­skóla Ís­lands. Þá er Diljá stúdent frá Verzlunar­skóla Ís­lands.

„Ég tel mikil­vægast að við horfum á stóru myndina – for­ræðis­hyggja og vaxandi af­skipti ríkisins af venju­legu fólki er mikið á­hyggju­efni. Í frjálsu sam­fé­lagi er hags­munum okkar best borgið, þar nýtur hvert og eitt okkar sín best – fjöl­breyti­leiki mann­lífsins er okkar helsti styrk­leiki. Við höfum staðið okkur best þegar við treystum á okkur sjálf. Nú eigum við að horfa ó­hrædd og björtum og augum til fram­tíðar,” segir Diljá Mist. Á fjórða hundrað manns lýstu yfir stuðningi við Diljá í heilsíðuauglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu.

Hyggst í leyfi til að sinna fram­boðinu

Diljá hefur að­stoðað Guð­laug Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra, frá árinu 2018. Störf Diljár innan ráðu­neytisins hafa m.a. snúið að þróunar­sam­vinnu sem er orðinn veiga­mikill hluti af utan­ríkis­málum Ís­lands og leiddi hún starfs­hóp um inn­leiðingu mann­réttinda­miðaðrar þróunar­sam­vinnu í tví­hliða sam­starfi.

Diljá hefur gegnt fjölda trúnaðar­starfa fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn. Hún er vara­borgar­full­trúi flokksins í Reykja­vík og hefur hún átt sæti í endur­skoðunar­nefnd Reykja­víkur­borgar. Hún tók sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins fyrir þing­kosningarnar árið 2009. Þá var Diljá annar vara­for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæðis­manna 2007-2009 og vara­for­maður Heim­dallar 2009-2010. Diljá sat enn fremur í stjórn Varðar, full­trúa­ráðs Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík 2016-17, svo dæmi séu tekin.

Diljá mun taka sér leyfi frá störfum sem að­stoðar­maður frá 17. maí til þess að vinna að fram­boði sínu.