Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eyddi rúmlega 4,5 milljónum króna í prófkjörsbaráttu sína, þar af 226.423 krónur úr eigin vasa.

Kjarninn greindi fyrst frá.

Hátt í tvær milljónir fóru í auglýsingakostnað og tæp 1,8 milljón í rekstur kosningaskrifstofu hennar. Þá var starfsmannakostnaður 800 þúsund krónur.

Samkvæmt uppgjöri Diljár Mistar fékk hún rúmar 2,5 milljónir í framlög frá sautján einstaklingum. Níu fyrirtæki styrktu prófkjör hennar um tæpar 1,8 milljón.

Hámark framlaga frá fyrirtækjum og einstaklinga mátti einungis nema 400 þúsund krónum.

Sem nýliði náði Diljá Mist miklum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar en hún hafnaði í þriðja sæti