Ó­hætt er að segja að margir hugsi hlý­lega til eins frægasta kattar landsins, Diego, en ekið var á hann í Skeifunni í morgun.

Sér­stakri síðu, Diego til heiðurs, er haldið úti á Face­book undir nafninu Spottaði Diego en alls eru um níu þúsund manns í hópnum.

Í morgun birtist þar færsla þar sem greint var frá því að ekið hefði verið á Diego á leiðinni á morgun­vaktina sína.

„Hann var nokkuð slasaður og ég keyrði hann strax á dýra­spítala til að­hlynningar. Vonandi sér maður hann aftur fljót­lega á vaktinni. Sendum honum og eig­endum hans hlýja strauma,“ segir í færslunni.

Fjöl­margir hafa sent Diego, sem á heimili í Foss­vogi, bata­kveðjur enda er hann ein­stak­lega mann­blendinn og vin­sæll. Í gegnum tíðina hefur honum þótt fátt skemmti­legra en að fara í Skeifuna þar sem hann blandar geði við við­skipta­vini Hag­kaups eða strætó­far­þega.