Bílaframleiðendur styðja þessa ákvörðun NAIAS og Ford sagði í fréttatilkynningu að heilsa og öryggi samfélagsins og þeirra sem að héldu því gangandi væri í forgangi. Michigan fylki þar sem sýningin er haldin hefur orðið illa úti vegna faraldursins en 111 hafa látist þar, sem er þriðja hæsta dánartalan meðal fylkja Bandaríkjanna. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa einnig þurft að loka verksmiðjum sínum síðastliðnar vikur.
Frá sýningarsvæði Ford á NAIAS bílasýningunni í Detroit 2018. MYND/GETTY
Skipuleggjendur hinnar risastóru NAIAS bílasýningar í Detroit hafa ákveðið að fresta sýningunni um ár eða til júní 2021. Þess í stað hafa þeir boðið fram sýningarsvæðið sem neyðarsjúkrahús vegna COVID-19 faraldursins.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir