Ás­mund­ur Ein­ar Dað­a­son, fé­lags- og barn­a­mál­a­ráð­herr­a, hef­ur und­ir­rit­að regl­u­gerð sem kveð­ur á um að for­eldr­ar barn­a sem eru lang­veik eða al­var­leg­a fötl­uð fái greidd­a des­em­ber­upp­bót. Ó­skert des­em­ber­upp­bót er í ár 59.748 krón­ur.

Des­em­ber­upp­bót til for­eldr­a barn­a sem eru lang­veik eða al­var­leg­a var fyrst greidd út árið 2017 og var þá 53.123 krón­ur. Í fyrr­a var hún 57.672 krón­ur.

Sam­kvæmt regl­u­gerð­inn­i á for­eldr­i lang­veiks eða al­var­leg­a fatl­aðs barns sem hlot­ið hef­ur greiðsl­ur í desember 2019, sam­kvæmt lög­um um greiðsl­ur til for­eldr­a lang­veikr­a eða al­var­legr­a fatl­aðr­a barn­a, rétt á des­em­ber­upp­bót.

For­eldr­i sem feng­ið hef­ur mán­að­ar­leg­a greiðsl­u sam­kvæmt lög­un­um alla tólf mán­uð­i árs­ins fær full­a des­em­ber­upp­bót. For­eldr­i sem feng­ið hef­ur greiðsl­ur skem­ur en tólf mán­uð­i á ár­in­u 2019 á rétt á hlut­falls­legr­i des­em­ber­upp­bót í sam­ræm­i við þann tíma sem það hef­ur feng­ið greiðsl­ur.

Trygg­ing­a­stofn­un ann­ast greiðsl­u des­em­ber­upp­bót­ar sam­kvæmt regl­u­gerð­inn­i og er stefnt að því að hún verð­i greidd út eigi síð­ar en um miðj­an des­em­ber­mán­uð.

Á vef Frétt­a­blaðs­ins hef­ur áður ver­ið greint frá því að des­em­ber­upp­bót at­vinn­u­leit­end­a í ár er um 81 þús­und ó­skert og að des­em­ber­upp­bót al­þing­is­mann­a er alls 181 þús­und, sem er sama upp­hæð og þau feng­u í fyrr­a.