Franski stór­leikarinn Gérard Depar­di­eu hefur nú verið á­kærður fyrir nauðgun en hann er sakaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega á leik­konu á þrí­tugs­aldri á heimili sínu í París árið 2018.

Þetta hefur AFP frétta­veitan eftir heimildar­mönnum sínum innan réttar­kerfisins en þar kemur einnig fram að það sé talið að Depar­di­eu sé tengdur fjöl­skyldu konunnar sem sakar hann um nauðgun.

Rann­sókn á málinu var hætt árið 2019 vegna skorts á sönnunar­gögnum en hófst hún á ný síðasta sumar og var leikarinn loks á­kærður í desember.

Lög­maður Depar­di­eu, Harvé Temime, greinir frá því í sam­tali við AFP að Depar­di­eu hafni á­sökuninni al­farið en eins og stendur er hann ekki í haldi lög­reglu.