Bandaríska leikkonan Denise Dowse lést aðeins 64 ára gömul, eftir baráttu við heilahimnubólgu.

Systir Denise, Tracy Dowse, staðfestir andlátið og minnist systir sinnar í færslu á Instagram í gær.

Þá þakkar Tracy vinum og fjölskyldu þeirra fyrir ástina og bænirnar síðustu daga, en Denise hafði verið í dái þrjá daga áður en hún lést.

„Hún var minn besti vinur og eina fjölskyldan mín,“ skrifar Tracy og segir hana hafa verið yndislega systur.

Denise á yfir þrjátíu ára feril sem leikkonna, en hún er líklega þekktust fyrir leik sinn sem Yvonne Teasley í þáttunum Beverly Hills 90210.

Þá lék hún einnig í þáttaröðunum, Seinfeld, Monk, House og The Mentalist, svo eitthvað sé nefnt.