Demó­kratar í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings ætla leggja til að Trump verður á­kærur fyrir em­bættis­glöp á mánu­daginn. Þetta kemur fram á frétta­vefBBC en þrír þing­menn demó­krata, Ted Lieu, David Cicilline og Jamie Raskin, ætla tala fyrir til­lögunni.

Sam­kvæmt CNN verður lík­legast kosið um hvort Trump verður á­kærður eður ei um miðja næstu viku. Ákall um að Trump verður ákærður af þinginu hefur farið vaxandi síðustu daga eftir að stuðningsmenn forsetans réðust á þinghúsið í Bandaríkjunum á miðvikudaginn.

Þetta yrði þá í annað sinn sem Trump verður á­kærður í em­bætti en hann var á­kærður fyrir em­bættis­glöp af full­trúa­deildinni í desember 2019. Hann var þá þriðji for­seti Banda­ríkjanna til að vera á­kærður en hann var síðar sýknaður af á­kærunum í öldunga­deild Banda­ríkja­þings.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hafa bæði óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna nýti 25. grein stjórnarskrár Bandaríkjanna til að koma Trump frá völdum fyrir valdaskiptin. Pence myndi þá þurfa kalla ríkisstjórnina en meirihluti ríkisstjórnarinnar þarf að vera sammála um að víkja Trump úr embætti

Talið er afar ólíklegt að Pence muni virkja 25.greinina og ætla Demókratar því að bregðast við með ákæru um embættisglöp.

Ted Lieu þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni mun tala fyrir kærunni.
Ljósmynd/AFP

Afar ó­lík­legt er að Repúblikanar í öldunga­deildinni muni skipu­leggja réttar­höld yfir Trump áður en valda­skiptin eiga sér stað 20. janúar en Demó­kratar geta sett réttar­höldin á dag­skrá eftir þann tíma þegar þeir eru komnir með meiri­hluta í öldunga­deildinni.

Stjórn­mála­spekingar vestan­hafs telja hins vegar að það gæti sett Biden í erfiða stöðu, þar sem hann hefur talað fyrir því að sam­eina þjóðina eftir átök síðustu ára. For­seta­tíð Bidens myndi þannig hefjast á réttar­höldum gagn­vart for­vera sínum, sem gæti ollið meiri klofning meðal Bandaríkjamanna.

Ríkis­stjóri New York ríkis, Andrew Cu­omo, bættist í hóp þeirra sem vilja að Donald Trump segi af sér fyrir valda­skiptin í dag. Í yfir­lýsingu frá Cu­omo segir að ef Trump segir ekki af sér ætti þingið að á­kæra hann fyrir em­bættis­glöp.

Mótmælendur í New York borg kalla eftir því að Trump verður ákærður fyrir embættigslöp.
Ljósmynd/AFP