Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti í gær þriggja billjón dollara að­gerða­pakka Demó­krata til að bregðast við efna­hags­á­hrifum CO­VID-19. Þing­menn innan öldunga­deildar þingsins, þar sem Repúblikanar eru í meiri­hluta, hafa aftur á móti heitið því að hafna pakkanum þrátt fyrir að vera sam­mála efnis­at­riðum pakkans.

Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildarinnar, sagði pakkann vera upp­hafs­punkt til að hefja um­ræður um að­gerðir en Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur lýst því yfir að hann muni hafna pakkanum ef hann fer í gegnum öldunga­deildina. Að því er kemur fram í frétt Guar­dian um málið getur fram­gangur málsins innan full­trúa­deildarinnar þó haft á­hrif á af­stöðu for­setans.

Þá mun ríkis­stjórn Donald Trump koma aftur á greiðslum til Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar (WHO) en Trump til­kynnti að Banda­ríkin kæmu til með að stöðva greiðslur til stofnunarinnar um miðjan apríl síðast­liðinn. Sam­kvæmt frétt Fox News um málið hefur ríkis­stjórnin sam­þykkt að greiða sömu upp­hæð og Kína en sú upp­hæð er um einn tíundi af upp­runa­legu fram­lögum Banda­ríkjanna.

Bóluefni náist fyrir lok árs

Trump hefur jafn­framt til­kynnt að Banda­ríkin fari á „ljós­hraða“ við að fram­leiða nýtt bólu­efni við CO­VID-19 fyrir lok árs. Sér­fræðingar hafa þó varað við að það muni að öllum líkindum taka meira en eitt og hálft ár að fram­leiða slíkt bólu­efni.

Að sögn Ant­hony Fauci, sótt­varna­læknis Banda­ríkjanna, varaði enn fremur við fyrr í vikunni að það væri ekki víst að bólu­efni muni virka gegn sjúk­dóminum.

Hátt í 1,5 milljón manns hafa smitast af kóróna­veirunni sem veldur sjúk­dóminum CO­VID-19 í Banda­ríkjunum og hafa rúm­lega 87 þúsund manns látist af völdum sjúk­dómsins. Búist er við að heildar­fjöldi dauðs­falla verði yfir hundrað þúsund fyrir fyrsta júní.