Demó­kratar í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings, lögðu rétt í þessu fram þings­á­lyktun sem biðlar til Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkjanna til þess að halda ríkis­stjórnar­fund og koma Trump frá völdum. Ef Pence bregst ekki við á næstu 24 tímum ætla Demókratar að kæra Trump fyrir embættisglöp, þar sem hann hvatti til uppreisnar gegn Bandaríkjunum að mati Demókrata.

Þings­á­lyktunin var lögð fram klukkan 16 í dag en þar sem henni var mót­mælt af Repúbli­könum var þing­fundi frestað til morguns.

Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, opin­beraði í dag á­ætlanir Demó­krata til þess að reyna koma Donald Trump frá völdum vegna at­hafna og at­hafna­leysis hans þegar stuðnings­menn hans réðust á þingið í síðustu viku.

Demó­kratar biðla til Mike Pence að virkja 25. grein stjórnar­skrár Banda­ríkjanna og koma Trump frá völdum að öðrum kosit verður forsetinn kærður fyrir embættisglöp.

Í þings­á­lyktuninnni segir að í­trekaðar yfir­lýsingar Trumps um að hann hafi unnið kosningarnar í nóvember, ræða hans í höfuð­borginni á degi á­hlaupsins á­samt beiðni hans til ríkis­stjóra Gerogíu ríkis um að finna finna fleiri at­kvæði hafi ógnað öryggi Banda­ríska ríkisins.

Með þessum at­höfnum er Trump sagður hafa ógnað lýð­ræðinu og mögu­leikanum á frið­sælum valda­skiptum. Hann hafi þannig rofið traust þjóðarinnar til for­seta­em­bættisins.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og Nancy Pelosi þann 6.janúar þegar þingið staðfesti niðurstöður forsetakosninganna.
Ljósmynd/AFP

Réttað yfir Trump eftir 100 daga

Ef Pence á­kveður að virkja 25.greinina þarf meiri­hluti ríkis­stjórnarinnar að koma sér saman um að fjar­lægja Trump úr em­bætti. Pence yrði þá for­seti í 8 daga, þangað til Joe Biden tekur við 20. janúar.

Það er talið afar ó­lík­legt að Pence muni virkja 25. greinina þar sem hann tók ekki einu sinni við sím­tölum frá Nan­cy Pelosi og Chuck Schumer, leið­toga Demó­krata í öldunga­deildinni, á föstu­daginn.

Ef full­trúa­deild Banda­ríkja­þings á­kveður að kæra Trump fyrir em­bættis­glöp fara réttar­höldin fram í öldunga­deildinni.

Demó­kratar eru hins vegar mjög með­vitaðir um að það myndi skaða Joe Biden ef for­seta­tíð hans myndi hefjast á réttar­höldum yfir for­vera sínum.

Því hafa Demó­kratar í öldunga­deildinni lýst því yfir að réttar­höldin myndu ekki fara fram fyrr eftir 100 daga af em­bættis­tíð Bidens.

Á þeim tíma­punkti verður enginn tíma­pressa til þess að fjar­lægja Trump úr em­bætti en hins verður enn hægt t.d. að banna Trump að fara for­seta­fram­boð 2024 á­samt því að taka honum þau réttindi og fríðindi sem fyrr­verandi for­setar njóta.