„Bar­áttu af­brigðanna í Banda­ríkjunum er lokið. Delta vann.“ Þannig hefst um­fjöllun Was­hington Post um af­brigði Co­vid-19 vestan­hafs.

Í apríl voru flest smit þar í landi af Alpha-af­brigðinu, betur þekkt sem það breska. Þann 8. maí voru einungis um eitt prósent smit af Delta-af­brigðinu. Nú er öldin önnur og Delta hefur að mestu út­rýmt öðrum af­brigðum í Banda­ríkjunum. Í júlí­lok voru 93,4 prósent smita af völdum Delta.

Vísinda­fólk segir á­hyggju­efni fyrir þróun far­aldursins hve hratt Delta-af­brigðið rutti úr vegi öðrum af­brigðum. Hið marg­um­rædda hjarðó­næmi gegn Co­vid átti að náðst með bólu­setningu milli 70 og 80 prósentum íbúa að við­bættum þeim sem smitast hafa. Þar sem Delta sé meira smitandi virðist sem bólu­setja þurfi um 90 prósent.

Að bólu­setja slíkan fjölda á heims­vísu gæti tekið mörg ár og ekki er út­lit fyrir að það náist í Banda­ríkjunum í bráð, þar eru margir and­stæðir bólu­setningum og enn er ekki leyft að bólu­setja yngri en tólf ára. Þar sem stór hluti jarðar­búa er enn bólu­settur hefur veiran næg tæki­færi til að stökk­breytast meira. Ein­hverjir sér­fræðingar höfðu vonast til þess að veiran væri búin að ná mestu „hæfni“ en ekkert bendir til þess.

„Að horfa upp á Delta hlaupa hringi kringum önnur af­brigði er mikið á­hyggju­efni. Þetta er eins og í Jurassic Park, augna­blikið þegar þú áttar þig á því risa­eðlurnar eru lausar á ný,“ segir Benja­min Neuman, veiru­fræðingur við Texas A&M Uni­versity.