Tíu vik­ur af sam­felld­um sam­drætt­i í fjöld­a COVID-19 til­fell­a í Evróp­u eru á enda að sögn Al­þjóð­a­heil­brigð­is­mál­a­stofn­un­ar­inn­ar (WHO). Sök­u­dólg­ur­inn er Delt­a-af­brigð­i veir­unn­ar en það greind­ist fyrst á Ind­land­i fyrr á ár­in­u og tók að dreif­a sér mjög hratt þar í land­i í maí. Tal­ið er að það sé að minnst­a kost­i tvö­falt meir­a smit­and­i en upp­run­a­leg út­gáf­a veir­unn­ar og hef­ur greinst í tæp­leg­a 100 lönd­um. Það er nú ráð­and­i í Bret­land­i og Band­a­ríkj­un­um. Virkn­i ból­u­efn­a gegn af­brigð­in­u er minn­a en gegn upp­run­a­legr­i út­gáf­u COVID, þó veit­a þau engu að síð­ur mikl­a vörn gegn al­var­leg­um veik­ind­um eða sjúkr­a­hús­inn­lögn­um eft­ir Delt­a-smit.

Þess­i vöxt­ur í fjöld­a smit­a á sér stað á sama tíma og fjöld­i efn­aðr­a ríkj­a um heim all­an fell­a úr gild­i sótt­varn­a­regl­ur og sam­kom­u­tak­mark­an­ir eft­ir því sem ból­u­setn­ing­um þar fleyt­ir fram. Yfir­völd í Ástral­í­u hafa sett aft­ur á ferð­a­tak­mark­an­ir en ein­ung­is 5,8 prós­ent þjóð­ar­inn­ar hafa feng­ið í það minnst­a einn skammt ból­u­efn­is. Í S­yd­n­ey hafa aft­ur ver­ið sett­ar á víð­tæk­ar sam­kom­u­tak­mark­an­ir, í fyrst­a sinn í meir­a en ár.

Í fá­t­æk­­ar­­i ríkj­­um, þar sem ból­­u­­setn­­ing­­ar eru afar fá­­tíð­­ar, er hætt við að Delt­­a-af­br­igð­­ið vald­­i mikl­­um usla líkt og í Indón­­es­­í­­u, þar sem smit eru fleir­­i nú en nokkr­­u sinn­­i fyrr í far­­aldr­­in­­um. Jafn­v­el í ríkj­­um þar sem hef­­ur tek­­ist á­­gæt­­leg­­a í bar­­átt­­unn­­i við far­­ald­­ur­­inn líkt og í Jap­­an er út­l­it fyr­­ir að af­br­igð­­ið verð­­i ráð­­and­­i í næst­­a mán­­uð­­i. Frest­­að hef­­ur ver­­ið af­l­étt­­ing­­u sam­k­om­­u­t­ak­­mark­­an­­a í Suð­­ur-Kór­­e­­u, þar sem leyf­­a átti sex að koma sam­­an í stað fjög­­urr­­a og lengj­­a opn­­un­­ar­­tím­­a veit­­ing­­a­­stað­­a og kaff­­i­h­ús­­a. Smit­fj­öld­­i hef­­ur auk­­ist þar und­­an­f­arn­­ar tvær vik­­ur og fjöld­­i fólks á þrí­­tugs­­aldr­­i sem smit­­ast auk­­ist um 20 prós­­ent.

Ísra­el hef­ur náð afar góð­um ár­angr­i í ból­u­setn­ing­um og búið var að slak­a á regl­um þar. Nú er kom­ið ann­að hljóð í strokk­inn, aft­ur er kom­in grím­u­skyld­a inn­an­dyr­a. Í byrj­un júní greind­ust þar um 10 smit á dag en eru nú um 200. Í Þýsk­a­land­i freist­a stjórn­völd þess að hægj­a á út­breiðsl­u Delt­a með ferð­a­tak­mörk­un­um. Ferð­a­fólk frá svo­köll­uð­um „af­brigð­a­svæð­um“, til dæm­is Bret­land­i, Port­úg­al og Ind­land­i, þarf að dvelj­a tvær vik­ur í sótt­kví sama hvort það sé ból­u­sett eða með vott­orð um nei­kvætt COVID-próf. Í Frakk­land­i er Delt­a á­stæð­a 20 prós­ent­a smit­a og hækk­að um 10 prós­ent á viku.

Það sem veld­ur yf­ir­völd­um víða um heim sér­stök­um á­hyggj­um varð­and­i Delt­a eru vís­bend­ing­ar um að það geti smit­ast við mjög lít­il sam­skipt­i sem ger­ir smitr­akn­ing­u afar erf­ið­a. Í Kína hafa skil­grein­ing­ar á nán­um sam­skipt­um ver­ið breytt og þær víkk­að­ar út, sem og regl­ur um sótt­kví. Fólk sem hef­ur ver­ið í sama rými fjór­um dög­um áður eða eft­ir að ein­stak­ling­ur sem tal­ið er að sé smit­að­ur, eða þró­ar síð­ar með sér ein­kenn­i, fór þar um þarf nú að fara í sótt­kví. Áður var mið­að við tvo daga. Sam­kvæmt gögn­um sem afl­að var eft­ir að Delt­a-smit kom upp í kín­versk­u borg­inn­i Gu­angd­ong er með­göng­u­tím­i Delt­a-smits styttr­i og sá tími sem fólk er veikt lengr­i en þeg­ar smit­ið er af upp­run­a­leg­a af­brigð­i COVID-19.

Ból­u­sett í Laug­ar­dals­höll.
Fréttablaðið/Anton Brink