Hið svo­kallaða Delta-af­brigði kóróna­veirunnar sem veldur nú miklum usla víða um heim er tölu­vert meira smitandi en fyrri af­brigði veirunnar auk þess sem bólu­efni veita minni vernd gegn því, ef marka má skjal sem Sótt­varna­stofnun Banda­ríkjanna, CDC, hefur verið að dreifa innan sinna raða og er á­ætlað að birt verði síðar í dag.

Að því er kemur fram í frétt New York Times, sem hefur skjalið undir höndum, er Delta-af­brigðið meira smitandi en MERS, SARS, Ebóla, venju­leg inflúensa og bólu­sótt, og er í raun á­líka smitandi og hlaupa­bóla. Í skjali CDC segir enn fremur að fólk sé lík­legara til að veikjast al­var­lega smitist það af af­briginu og að næsta skref sé að „viður­kenna að stríðið hafi breyst.“

„Stofnunin er mjög uggandi yfir þeim upp­lýsingum sem eru að berast um að Delta sé mjög al­var­leg ógn sem kalli á tafar­lausar að­gerðir,“ hefur New York Times eftir em­bættis­manni stofnunarinnar. Er það mat stofnunarinnar að bregðast þurfi við af hörku sem fyrst. Yfir­völd í­treka þó að bólu­setning sé enn eitt besta vopnið í bar­áttu gegn veirunni.

Líkt og áður segir hefur af­brigðið haft gífur­leg á­hrif víða um heim og hafa fjöl­margar þjóðir enn á ný þurft að grípa til harðra að­gerða til þess að hefta út­breiðslu veirunnar. Frá upp­hafi far­aldursins hafa tæp­lega 196,7 milljón til­felli smits greinst og tæp­lega 4,2 milljón and­lát verið skráð.