Erlent

„Deilum áherslum og gildum í mörgu“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hitti indverskan starfsbróður sinn á fundi í Indlandi í dag.

Mynd/Stjórnarráðið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að honum hafi orðið ljóst á fundi með utanríkisráðherra Indlands í dag þeir deila áherslum og gildum í mörgum, meðal annars á fundi Sameinuðu þjóðanna.

Guðlaugur Þór ræddi fríverslun, loftlagsmál og alþjóðamál þegar hann hitti Sushma Swaraj í Nýju Delí í dag.

Samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins voru möguleikar í viðskiptum ræddir, ferðaþjónusta í tengslum við beint flug á milli landsanna og fríverslunarviðræður EFTA-ríkjanna við Indland. Aukið samstarf í orkumálum og sjávarútvegi bar einnig á góma. 

„Það var einkar gagnlegt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Indlands um stöðu mála á alþjóðavettvangi og ljóst að við deilum áherslum og gildum í mörgu, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Áhugi indverskra stjórnvalda á málefnum norðurslóða fer jafnframt vaxandi og ljóst að Indland mun láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi á komandi árum. Því er mikilvægt að rækta tengslin og stofna til aukins samstarfs, sem er megintilgangur heimsóknar minnar til Indlands,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vefsíðunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Kona fer í stríð keppir ekki um Óskarinn

Erlent

Skandinavískir há­skóla­nemar myrtir í Marokkó

Kína

Enginn geti sagt Kína fyrir verkum

Auglýsing

Nýjast

Á­kvörðun um Kapla­krikaknatt­hús í hendur Guð­mundar

Orku­mála­stjóri um Kona fer í stríð: „Fólk sem hatar raf­magn“

Arn­þrúður: Reynir þarf að þola um­ræðuna

Há­marks­greiðslur í fæðingar­or­lofi hækka

Póstberi kærir eftir að hundur beit hann í magann

Tveir á slysa­deild eftir bíl­slys á Suður­lands­vegi

Auglýsing