Fundur stéttar­fé­laganna fjögurra og Sam­taka at­vinnu­lífsins, sem hófst klukkan tíu í morgun í húsa­kynnum ríkis­sátta­semjara, stendur enn yfir. Fyrir­hugað var að hann yrði í eina klukku­stund en hefur nú verið fram­lengdur til klukkan 17 í dag. Verk­föll skella á í kvöld, náist ekki samningar. 

For­ystu­menn Eflingar, VR, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lags Grinda­víkur, auk Sam­taka at­vinnu­lífsins, komu saman í Karp­húsinu klukkan tíu í morgun. Að sögn við­staddra var and­rúms­loftið spennu­þrungið og var fjöl­miðla­fólki vísað úr húsinu og fjöl­miðla­bann sett á. 

Lands­sam­band ís­lenzkra verslunar­manna og Fram­sýn komu í fram­haldinu á fundinn og hann fram­lengdur til klukkan 17. Í kjöl­farið var fólki skipt upp í svo­kallaða vinnu­hópa, sem lík­lega verður loka­til­raun til að ná sáttum áður en verk­fallið brestur á á mið­nætti í kvöld. Um er að ræða sólar­hrings verk­fall rútu­bíl­stjóra og starfs­manna um fjöru­tíu hótela á höfuð­borgar­svæðinu.