Mjólk­ur­sam­sal­an tel­ur skað­a­bót­a­kröf­u Ólafs Magn­ús­ar Magn­ús­son­ar og fé­lags­ins M-500, áður Mjólk­u, löng­u fyrnd­a. Ólaf­ur tel­ur bót­a­grund­völl­inn hafa orð­ið til eft­ir úr­skurð dóm­stól­a í stjórn­valds­mál­i Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, sem lauk með nærr­i hálfs millj­arðs krón­a sekt.

„Ég trúi ekki öðru en að mál­ið fái efn­is­með­ferð,“ sagð­i Ólaf­ur við Frétt­a­blað­ið í gær, þeg­ar tek­ist var á um frá­vís­un­ar­kröf­u Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar. Mál Ólafs og M-500 til við­ur­kenn­ing­ar skað­a­bót­a var upp­run­a­leg­a höfð­að í júlí árið 2020 en þing­hald­i frest­að á með­an nið­ur­stað­a kæm­ist í stjórn­valds­mál­ið fyr­ir Hæst­a­rétt­i.

Sú nið­ur­stað­a fékkst þann 4. mars, þeg­ar Hæst­i­rétt­ur stað­fest­i dóma hér­aðs­dóms og Lands­rétt­ar. Var Mjólk­ur­sam­sal­an sekt­uð um 440 millj­ón­ir fyr­ir brot á sam­keppn­is­lög­um og um 40 millj­ón­ir fyr­ir að leyn­a gögn­um.

Ólaf­ur seg­ir helst­u á­skor­un­in­a að fá skor­ið úr um gild­is­svið bú­vör­u­lag­a og sam­keppn­is­lag­a og Hæst­i­rétt­ur hafi tek­ið stjórn­valds­mál­ið inn til að sker­a úr um þett­a at­rið­i. „Við urð­um að fá full­viss­u um að þett­a væri brot,“ seg­ir hann.

Í þing­hald­in­u hélt Sig­urð­ur Ágústs­son, lög­mað­ur Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, því fram að hvork­i Ólaf­ur né M-500 hefð­u hags­mun­i af því að fá bót­a­á­byrgð við­ur­kennd­a, því að ó­hjá­kvæm­i­leg­a mynd­u koma pen­ing­a­kröf­ur í kjöl­far­ið og þær væru fyrnd­ar. „Það hef­ur ekk­ert upp á sig fyr­ir sækj­end­ur að að sækj­a þess­a kröf­u,“ sagð­i hann.

Sagð­i hann fyrn­ing­ar­frest­inn hafa haf­ist þeg­ar Ólaf­ur fékk vit­neskj­u um mög­u­legt brot. Það er, fékk send­a kred­itn­ót­u fyr­ir hrá­mjólk árið 2012 og send­i í kjöl­far­ið bréf til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í jan­ú­ar árið 2013. En í bréf­in­u stóð að Mjólk­ur­sam­sal­an rukk­i Ólaf um 17 prós­ent­um hærr­a verð . Frest­in­um hafi þá lok­ið fjór­um árum síð­ar, í jan­ú­ar árið 2017.

Mál­ið dreg­ist vegn­a að­gerð­a Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar

Ef frest­ur­inn hefð­i ekki haf­ist í jan­ú­ar 2013 þá hefð­i hann haf­ist í mars 2014, þeg­ar lög­mað­ur Ólafs greind­i Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u frá hundr­uð­um millj­ón­a krón­a tjón­i í bréf­i, eða við á­kvörð­un Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í sept­em­ber sama ár.

Hró­bjart­ur Jón­at­ans­son, lög­mað­ur Ólafs, bent­i á það fyr­ir dómi að í tví­gang hefð­i á­frýj­un­ar­nefnd snú­ið við úr­skurð­um Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og mál­ið hefð­i dreg­ist vegn­a að­gerð­a Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, það er, að leyn­a upp­lýs­ing­um. Bót­a­grund­völl­ur­inn hafi ekki ver­ið til stað­ar fyrr en með dómi hér­aðs­dóms í maí árið 2018, og máls­höfð­un­in því inn­an fyrn­ing­ar­frests.

Að­spurð­ur um sætt­ir seg­ir Ólaf­ur að þær hafi ver­ið rædd­ar til mál­a­mynd­a. „Við höf­um ver­ið til­bú­in til sátt­a en ég veit ekki með þá,“ seg­ir hann. „Ef ég þekk­i mína menn í Mjólk­ur­sam­söl­unn­i rétt mun þett­a taka ein­hvern lengr­i tíma fyr­ir dóm­stól­um.“