Hart var tekist á í kapp­ræðum stjórn­mála­leið­toga á RÚV í kvöld. Þar stigu á stokk leið­togar allra þeirra tíu fram­boða sem vita er að bjóði fram í Al­þingis­kosningunum 25. septem­ber.

Kapp­ræðurnar hófust á efna­hags­málunum og líkt og við mátti búast voru for­menn stjórnar­flokkanna þriggja á­nægðir með að­gerðir stjórnarinnar í Co­vid-far­aldrinum. Þessu voru þó margir stjórnar­and­stæðingar ekki sam­mála.

„Heimilin eiga það skilið og það er engin þörf á af­komu­bætandi að­gerðum,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæðis­flokksins. Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, odd­viti Pírata í Suð­vestur­kjör­dæmi, sagði að hug­takið „af­komu­bætandi að­gerðir“ væri einungis ný­yrði yfir skatta­hækkanir og niður­skurð.

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, sagði að flokkur hans vildi setja eigna­skatt á ríkustu tvö prósent lands­manna og hækka veiði­gjöld til að tryggja rekstur vel­ferðar­kerfisins.

Vill að kjós­endur fái það sem þeir eiga fyrir

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, sagði til­lögur flokksins ganga út á að skila því til kjós­enda sem þeir ættu fyrir. „Út á það ganga þessar til­lögur, þær snúast um rétt­læti og tæki­færi fyrir alla. Að skapa já­kvæða hvata fyrir sam­fé­lagið,“ sagði hann.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins.
Fréttablaðið/Eyþór

Katrín Jakobs­dóttir, for­maður Vinstri grænna, sagði ríkis­sjóð standa vel þökk sé að­gerðum stjórnar hennar. Ekki væri þörf á tekju­öflun með skatta­hækkunum heldur þyrfti að gera skatt­kerfið rétt­látt.

Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, minnti á að flokkur hennar hefði stutt við ríkis­stjórnina í að­gerðum hennar vegna far­aldursins. Það þyrfti að auka hér hag­vöxt um­fram það sem var árið 2019, áður en hann hófst.

Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sósíal­ista­flokksins, sagði mark­mið flokksins að leið­rétta þær breytingar sem gerðar hefðu verið á skatt­kerfinu á undan­förnum ára­tugum sem hann sagði hafa velt skatt­byrðinni á al­menning. Til dæmis ættu þeir sem fá greidd lág­marks­laun ekki að greiða tekju­skatt.

Ljóst að sýnin væri mis­munandi

Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar­flokksins, sagði að ber­sýni­legt væri að leið­togar flokkanna hefðu mis­munandi sín á stöðu landsins. Flokkur hans vildi einungis lofa einum nýjum út­gjalda­lið - frí­stunda­styrkur til allra for­eldra upp á 60 þúsund krónur. „Um­ræðan um hækkun skatta og niður­skurð er bara tóm vit­leysa,“ sagði hann.

Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, sagði það efst á lista flokksins að hækka lág­marks­fram­færslu í 350 þúsund krónur, án nokkurra skatta eða skerðingar. Hún sagði auka­at­riði hvernig þetta yrði fjár­magnað, hækka mætti veiði­gjöld og skatta á banka.

Glúmur Bald­vins­son, fram­bjóðandi Frjáls­lynda lýð­ræðis­flokksins, sagði ljóst að staða ríkis­sjóðs væri erfið og laga mætti hana með hærri leigu­gjald af út­gerðinni.

Þór­hildur Sunnar Ævars­dóttir, odd­viti Pírata í Suð­vestur­kjör­dæmi, sagði ríkis­stjórnar­flokkana fasta í for­tíðinni og ekki ætti að bregðast við kreppu með niður­skurði í opin­berum rekstri. Auka ætti kraftinn frekar með lán­tökum sem væru hag­stæðar núna.

Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins.