Í gær var samþykkt í Alabama nýtt frumvarp sem bannar þungarrof í öllum tilvikum, nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Það þýðir að sé konum nauðgað eða ungar stúlkur kynferðislega misnotaðar og verði þær óléttar geta þær ekki leitast eftir því að eyða fóstrinu. Samkvæmt frumvarpinu eiga læknar sem framkvæma slíkar aðgerðir yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsisdóm.
Konur í Bandaríkjunum hafa ekki tekið þessum breytingum þegjandi og hafa þúsundir þeirra liðinn sólarhring stigið fram á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #youknowme eða á íslensku #þúþekkirmig og deilt sínum sögum um þungunarrof.
Fór sjálf í þungunarrof 15 ára
Leikkonan Busy Phillips, sem eflaust margir muna eftir úr þáttunum Dawson‘s Creek, var sú sem hóf átakið en hún hafði vikuna áður deilt sinni eigin reynslu af þungunnarrofi í viðtalsþætti sínum Busy Tonight sem er sýndur alla þriðjudaga. Hægt er að horfa á það hér að neðan.
„Ég veit að margir hafa sterkar skoðanir á fóstureyðingum en leyfið mér að segja þetta: Konur og læknarnir þeirra eru þau sem eru í bestu mögulegri stöðu til að taka upplýstar ákvarðanir um hvað er best fyrir þær og enginn annar. Enginn,“ segir Phillips í viðtalinu.
Að því loknu segir hún að það eina sem slík lög geri, sem banna þungunarrof, er að setja fleiri konur í hættu, því að þótt að aðgerðirnar séu bannaðar muni þær samt sem áður leitast eftir því að fara í þær.
„Ég fór í fóstureyðingu þegar ég var fimmtán ára og ég er að segja ykkur þetta því ég er raunverulega hrædd um konur og stúlkur um allt land,“ segir Phillips.
Þúsundir hafa deilt sögum
Þúsundir kvenna hafa fylgt fordæmi Phillips og deilt sögum sínum. Hluta þeirra má sjá hér að neðan en á Twitter er hægt að finna fleiri undir áðurnefndu myllumerki #youknowme.
1 in 4 women have had an abortion. Many people think they don't know someone who has, but #youknowme. So let's do this: if you are also the 1 in 4, let's share it and start to end the shame. Use #youknowme and share your truth.
— Busy Philipps (@BusyPhilipps) May 15, 2019
I was married, had a one year old baby, and was a victim of the market collapse in 2009. I was on the pill. My husband and I knew we could not afford another baby. We were being sued by @wellsfargo for $30k over a house that we had to foreclose on. We were broke. #youknowme
— Jenna Lank (@rflifejenna) May 16, 2019
I facilitated my own pregnancy release at home with medication that I received underground from an abortion doula. It was one of the most empowering, enlightening and heartbreaking experiences of my life. #youknowme
— Lara Catone (@LaraCatone) May 16, 2019
@BusyPhilipps ... I was in a deep state of depression with 2 children, and barely above water. We had to make a decision. It was the hardest one, and it took me 9 years to heal my shame. #YouKnowMe
— Michelle Torrance (@therisinggoddes) May 16, 2019
I had a D&C for my 2nd pregnancy at 9 weeks after it was found that the fetus had no heartbeat. It broke my heart, but it allowed my body to heal and later have another baby. #youknowme
— 🇳🇱J. Stark (@jamadoria) May 16, 2019
#YouKnowMe I was 21, in my final year of university, my contraception hadn’t worked and @bpas1968 were my saviours. I wasn’t ready financially or in any way at all to have a child. It was my choice and the people closest to me stood by me as I made that choice. Stop denying us.
— 𝕬𝖗𝖎𝖊𝖑🖤 (@jordysniper) May 16, 2019