Þrjú dauðsföll hafa orðið hér á landi hjá einstaklingum sem nýlega fengu bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni. Vísir greinir frá þessu en Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Allir þessir einstaklingar voru með undirliggjandi sjúkdóma.

Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis var spurð út í auka­verkanir vegna bólu­efnis Pfizer gegn CO­VID-19, en bólu­setningar hófust hér á landi í síðustu viku. Aldraður sjúk­lingur með undir­liggjandi sjúk­dóm lést um helgina, en hann hafði ný­lega fengið bólu­efni Pfizer gegn CO­VID-19.

Rúna sagði að ó­ljós tengsl væru á milli bólu­setningarinnar og dauðs­fallanna. Annað dauðsfallið snýr að ein­stak­lingi sem lenti á gjör­gæslu, en var einnig með undir­liggjandi sjúk­dóm. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis kom fram að Lyfjastofnun hefðu borist tólf tilkynningar um aukaverkanir, þar af tvær vegna alvarlegra aukaverkana. Í frétt RÚV nú á sjötta tímanum segir Rúna að tilkynningarnar væru orðnar sextán og fjórar vegna alvarlegra aukaverkana.

Rúna sagði mikil­vægt að það kæmi fram að í þessari fyrstu um­ferð bólu­setningar gegn CO­VID-19 væri verið að bólu­setja elsta og veikasta hópinn. „Þetta geta verið aldraðir sjúk­lingar með undir­liggjandi sjúk­dóma og lang­vinn veikindi,“ sagði hún.

Að­spurð sagði Rúna að á­kveðið ferli fari í gang þegar til­kynnt er um al­var­legar auka­verkanir, bæði hjá Lyfja­stofnun og Evrópsku lyfja­stofnuninni. „Við gerum þetta í sam­vinnu við em­bætti Land­læknis, en oft er ekkert hægt að finna or­saka­sam­hengi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Rúna en bætti við að allt saman yrði þetta skoðað.

„Þess vegna leggjum við líka mjög mikla á­herslu á það að auka­verkanir séu til­kynntar. Það er mjög mikil­vægt að fá þær inn til þess að safna þeim saman, fyrir öll ný lyf og ekki síst þessi bólu­efni.“

Fréttin hefur verið uppfærð.