Dýr

Dauðan grind­hval rak á land í Grafar­vogi

Illa leikinn og dauðan hval rak á land við í fjöru í Grafar­vogi. Líf­fræðingur segir að um sé að ræða grind­hval. Hann sé nú ljósari eftir rotnun og líkist nú að vissu leyti mjaldri.

Hvalurinn er illa leikinn. Rotnunin hefur orðið þess valdandi að hann er nú ljósari og líkist að vissu leyti mjaldri. Fréttablaðið/Eyþór

Í fjörunni í Grafarvogi má sjá dauðan hval sem rekið hefur á land. Um er að ræða grindhval, stundum nefndur marsvín, og er hann illa leikinn. Hvalurinn er óvenju ljós á lit miðað við grindhvali og er ekki ósennilegt að einhverjir rugli honum saman við mjaldur.

Líffræðingurinn Gísli Víkingsson, sem starfar hjá Hafrannsóknarstofnun, segir að það myndi þó heyra til tíðinda en mjaldurinn heldur sig einkum í kringum Norðurheimskautið. Öllu algengara sé að grindhvalir reki á land við strendur Íslands en einnig við Færeyjar.

„Það er rotnunin sem hefur farið svona með hann. Hann er greinilega búinn að vera dauður lengi, hvort sem hann hefur legið þarna eða úti í sjó,“ segir Gísli í samtali við Fréttablaðið.

Grindhvalurinn er að sögn Gísla félagslynd vera sem ferðast oft í hópum sem geta talið hundruð og jafnvel þúsundir. Það gerist þó einkum í úthöfum.

Fréttablaðið/Eyþór
Fréttablaðið/Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dýr

Áætluð breyting skammgóður vermir sem leysi ekki vandann

Dýr

Reyn­a að hald­a lífi í strönd­uð­um and­ar­­­nefj­um við Engey

Dýr

Mal katta ekki bara merki um hamingju

Auglýsing

Nýjast

Leikskólagjöldin áberandi lægst í Reykjavík

Földu sig á klósettinu: „Ég er mjög hræddur“

Hnífstunguárás í Kópavogi

Nýr BMW 7 með risagrilli

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Auglýsing