Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti fjöl­mörgum verk­efnum í gær­kvöldi og í nótt sem tengjast ölvun eða vímu­efna­notkun. Tölu­verður fjöldi öku­manna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir á­hrifum og svo sinnti lög­reglan þó nokkrum verk­efnum víða um borg.

Í mið­borg Reykja­víkur var rétt eftir mið­nætti til­kynnt um unga konu sem datt niður stiga og rotaðist. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar var hún með lítinn skurð á höfði og var flutt á bráða­mót­töku.

Þá var um korter yfir tvö í nótt til­kynnt um líkams­á­rás við Lækjar­torg. Þar var maður kýldur í and­litið með þeim af­leiðingum að hann féll aftur fyrir sig og fékk skurð á hnakka. Hann var einnig fluttur á bráða­mót­tökuna en sá sem kýldi hann var farinn að vett­vangi þegar lög­regla kom þangað.

Þá var einnig eitt­hvað um hrað­akstur en á Hafnar­fjarðar­vegi var 17 ára öku­maður stöðvaður á 141 kíló­metra hraða á klukku­stund en há­marks­hraði er þar 80 kíló­metrar á klukku­stund. Lög­regla af­greiddi málið með að­komu bæði for­eldra og barna­verndar.

Í Breið­holtinu reyndi lög­regla að stöðva öku­mann um hálf tólf í gær­kvöldi en hann stöðvaði ekki strax. Þegar hann loks stöðvaði reyndi hann að hlaupa frá lög­reglunni en var hand­tekinn síðar. Öku­maðurinn er grunaður um akstur bif­reiðar undir á­hrifum, að aka án réttinda auk þess sem hann hlýddi ekki fyrir­mælum lög­reglunnar. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglu voru tveir far­þegar í bílnum sem bæði eru grunuð um vörslu vímu­efna og annarra lyfja.