„Geymist þetta dásemdarsumar ekki örugglega best í kæli?“

Þannig spyr Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og háskólakennari á Akureyri og birtir með þessa fallegu mynd af frosnum blómum í hjólbörum, sem jafnframt er ansi táknræn fyrir breytingarnar, árstíðaskiptin.

Veðurblíðan á Akureyri og fyrir austan sló öll met í sumar. Nú er komið að leiðarlokum og illviðri framundan um mestallt land.