Flug­fé­lagið Great Dane frá Norður-Jót­landi í Dan­mörku hefur lýst sig gjald­þrota. Um átta­tíu starfs­mönnum hefur verið sagt upp og öllu flugi af­lýst.

Þetta kemur fram á vef TV2.

Eig­andi flug­fé­lagsins segir á­stæðuna vera tak­markaða starf­semi vegna heims­far­aldursins. Hann hafi tapað um 85 til 100 milljónum króna á þeim þremur árum sem hann hefur rekið fyrir­tækið.