Danskasjónvarpsstöðin TV 2 og danska ríkisútvarpið hafa óskað eftir viðtölum við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata eftir að Björn tilkynnti á samfélagsmiðlum í gærkvöld að hann væri með tilbúna þingsályktunartillögu þess efnis að kóróna Kristjáns IX danakonungs yrði fjarlægð af þinghúsinu.

Það er greinilegt að málið hefur vakið í athygli í Danmörku þótt ekki sé liðinn sólarhringur frá því að Björn greindi frá tillögu sinni eftir að Danir töpuðu fyrir Frökkum á EM í handbolta í gærkvöldi. Björn segir þetta góða tímasetningu fyrir málið, en það hafi verið í bígerð. Reyndar sé ekki búið að dreifa tillögunni á þingi, en hann finni fyrir miklum stuðningi meðal þingmanna við málið.

Ástæðan fyrir því að kóróna Kristjáns IX prýðir Alþingishúsið er sú að hann var konungur í Danmörku þegar Alþingishúsið var reist en þá voru Íslendingar nýlenda Dana, sem kunnugt er. Fullveldi fengu Íslendingar 1918 og íslenska lýðveldið var stofnað árið 1944. Alþingishúsið er friðað og nokkrum sinnum hafa verið lagðar fram þingsályktunartillögur þess efnis að fjarlægja konungsmerkið af þinghúsinu en þær hafa ekki fengið brautargengi hingað til.