Þó nokkrir stjórn­mála­menn í Dan­mörku krefjast þess nú að rann­sókn fari fram á hátt­erni ríkis­lög­reglu­stjóra þar í landi, Thorkild Fod­ge vegna minka­drápanna sem fram hefur farið þar í landi. Fodge vissi að aðgerðin væri ólögleg og gaf samt grænt ljós.

Segir í frétt DR af málinu að Fod­ge hafi vitað sem var að að­koma lög­reglu að að­gerðunum hafi verið ó­lög­leg. Þrátt fyrir það hafi hann ekki stöðvað að­gerðir sem hófust nokkrum dögum áður en Mogens Jen­sen, land­búnaðar­ráð­herra landsins var látinn vita af málinu.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá þótti það mikið hneyksli að ríkis­stjórnin hafi hafið minka­drápið þegar ekki var til staðar laga­heimild til þess. Neyddist Jensen til að segja af sér embætti vegna málsins.

Tals­maður Frjáls­lynda flokksins, sem styður ríkis­stjórn Mette Frederik­sen og Jafnaðar­manna, segir að flokkurinn muni beita sér fyrir því að málið verði rann­sakað til hlýtar. Fod­ge sé ekki stætt í stóli ríkis­lög­reglu­stjóra fari hann ekki eftir settum lands­lögum.