Søren Brostrøm, landlæknir í Danmörku hefur slegið í gegn í nýjum auglýsingum á vegum Landlæknisembættisins þar í landi.

Auglýsingaherferðin kallast „Bliv hjemme", eða haltu þig heima á íslensku.

Í auglýsingum má sjá hann bregða fyrir á ögurstundum þegar fólk freistast til þess að virða ekki reglur sem settar hafa verið á vegna kórónuveirufaraldursins. Þar er fólk meðal annars minnt á að halda sig heima þegar það finnur fyrir einkennum, tveggja metra regluna og að forðast faðmlög og aðrar snertingar.

Auglýsingarnar má sjá hér að neðan.