Hringrás er nýtt verk eftir Þyri Huld Árnadóttur unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, Urði Hákonardóttur tónskáld, Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur, búninga- og leikmyndahönnuð, og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara sem sér um myndbandsinnsetningu í sviðsmynd. Anni Ólafsdóttir klippir allt efnið saman.

Þyri Huld Árnadóttir hóf feril sinn hjá Íslenska dansflokknum árið 2010 og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum sem dansari og danshöfundur og tvisvar hlotið Grímuverðlaun sem dansari ársins.

„Ég dansaði mig í gegnum tvær meðgöngurnar en tvö ár eru á milli strákanna minna. Á seinni meðgöngunni minni var Covid og Dansflokkurinn var að leitast eftir nýjum leiðum til að gera dansinn sýnilegan.

„Ég dansaði mig í gegnum tvær meðgöngurnar en tvö ár eru á milli strákanna minna."

„Ég fékk þá tækifæri á að gera vídeóverk þegar ég var komin 27 vikur á leið sem er uppsprettan að verkinu. Þegar ég var komin 38 vikur á leið opnaðist leikhúsið og ég sýndi live-útgáfu af vídeóverkinu.

Ég tók síðan aftur upp þegar strákurinn minn var tveggja vikna og sótti um styrk í sviðslistasjóði til að gera sýninguna Hringrás. Það var svo mögnuð upplifun fyrir mig að vera ólétt, fæða barn og vera með barn á brjósti.

Ég vinn með líkamann minn á hverjum degi sem dansari en að upplifa þessa breytingu á líkamanum og hvað hann teygist og breytist og þróast með hverri barneign er magnað.

Verkið er um þetta ferli að lána líkamann í sköpun og eignast hann síðan aftur.“