Haldin verður dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu á sunnudaginn. Allar tekjur af hátíðinni munu renna í styrktarsjóð fyrir Jónu Elísabetu Ottesen sem slasaðist alvarlega í bílslysi í Langadal í Húnavatnssýslu fyrr í júní.

Jóna er einn stofnenda barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin verður sunnudaginn 28. júlí næstkomandi á Klambratúni.

Dagskráin í Kramhúsinu um helgina stendur yfir frá 11:00 - 18:00 og boðið verður upp á danstíma í afró, fjölskyldujóga og Beyoncé-dönsum svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að skrá sig í danstíma hér og nánari upplýsingar um dagskrána er að finna hér.