Dan­mörk í sam­vinnu við 10 önnur Evr­rópu­lönd, vill að Evrópu­sam­bandið sam­einist um stefnu að banna alla dísil- og bensín­bíla fyrir árið 2030, til að stemma stigu við loft­lags­breytingum. Dan­mörk lagði þetta til á fundi um­hverfis­mála­ráð­herra í Evrópu sem haldin var í Brussel á föstu­daginn.

Nýr for­seti Evrópu­sam­bandsins, Ur­sula van der Leyen hefur sagt að Evrópa eigi að verða fyrsta kol­efnis­lausa heims­álfan fyrir árið 2050. Til að ná því marki segir danska sendi­nefndin að draga þurfi úr mengun innan sam­göngu­geirans fyrst og fremst, sem er sá eini þar sem mengun er enn að aukast. “Við þurfum að viður­kenna að við erum í kapp­hlaupi við tímann” sagði um­hverfis­mála­ráð­herra Dan­merkur, Dan Jörgen­sen eftir fundinn.

Dan­mörk á­kvað í fyrra að banna alla bíla með sprengi­hreyflum eftir 2030 en lét af því vegna þess að það var á skjön við reglur í Evrópu. Lönd frá austur­blokkinu svo­kölluðu, lönd eins og Litháen, Lett­land, Slóvenía og Búlgaría sögðu einnig að meira þyrfti að gera til að koma í veg fyrir “kol­efnis­lekann” en notaðir bílar sem megna meira eru nú seldir í miklu magni til landa í Austur-Evrópu.

Að sögn Jörgen­sen er næsta skrefið að löndin 11 sam­eini að­gerðir að banna með öllu sölu bíla með sprengi­hreyflum fyrir 2030 og mögu­lega sölu á þeim til annara landa í Evrópu­sam­bandinu.