Danir hafa nú stytt einangrun þeirra sem greinast smitaðir af Covid-19 en eru einkennalausir eða með lítil einkenni niður í fjóra daga.

Þetta kemur fram á vef embætti landlæknis þar í landi.

Þar segir jafnframt að nú sé mjög umfangsmikil sýking í samfélaginu þar sem allt að 40 þúsund manns greinist daglega. Vegna þessa mikla fjölda sé erfitt að viðhalda nauðsynlegri samfélegri starfsemi.

Þá segir einnig að ekki sé lengur skýrt samband á milli fjölda smita og fjölda inniliggjandi Covid-19 smitaðra sjúklinga.

Á vef embættis landlæknis í Danmörku segir að 4,7 milljónir manna hafi fengið tvær sprautur af bóluefni og 3,5 milljónir hafi einnig fengið þriðju sprautuna.

Þá er talið að yfir ein milljón manna hafi smitast af Omikrón-afbrigðinu. Því verði að telja að heildarónæmi þjóðarinnar sé umtalsvert.