Um ári eftir að dönsk stjórn­völd gripu til um­fangs­mikilla sótt­varna­að­gerða vegna Co­vid hafa þau gert það að nýju. Mette Frederik­sen for­sætis­ráð­herra greindi frá nýjum að­gerðum á blaða­manna­fundi í Kaup­manna­höfn síð­degis. Gert er ráð fyrir því að þær gildi í fjórar vikur.

Á­stæðan er fyrst og fremst hið nýja Ó­míkron-af­brigði Co­vid, sem virðist eiga auð­veldara með að komast fram hjá bólu­efnum en fyrri af­brigði veirunnar. Um 520 þúsund Co­vid-smit hafa greinst í Dan­mörku og um þrjú þúsund manns látist. Fjöldi smita hefur aukist dag frá degi síðan í septem­ber­lok.

Á undan­farinni viku hafa um fimm þúsund smit greinst á dag. Tæp 77 prósent Dana eru full­bólu­settir. Sex eru nú inni­liggjandi smitaðir af Ó­míkron en 577 slík smit hafa greinst í landinu.

„Við viljum halda sam­fé­laginu eins opnu og kostur er og er það að stærstum hluta mögu­legt,“ sagði for­sætis­ráð­herrann við upp­haf blaða­manna­fundarins. Hún biðlaði til óbólu­settra að láta bólu­setja sig hið snarasta, á­stæða þess að ekki þyrfti að grípa til harðari að­gerða væri ein­mitt sú hve margir væru bólu­settir.

Þeir sem fengið bókað örvunar­skammt ættu að fara eins fljótt og auðið er. Fredrik­sen fór þess á leit við vinnu­veit­endur að þeir gerðu starfs­fólki kleift að vinna heima eftir fremsta megni.

Ekkert jóla­djamm

Frá og með föstu­degi lokar allt nætur­líf í Dan­mörku. Það sama á um tón­leika og sam­bæri­lega við­burði þar sem meira en 50 koma saman. Þá þarf fólk að bera grímur á veitinga­stöðum. Við­skipta- og iðnaðar­ráð­herrann Simon Kollerup sagði að stjórn­völd myndu veita fyrir­tækjum sem yrðu fyrir bú­sifjum vegna tak­markana fjár­hags­að­stoð. Þetta yrði tekið fyrir á þinginu innan skamms.

Grunn­skóla­börn fá „fram­lengt jóla­frí“ að sögn Frederik­sen þar sem stað­bundið skóla­hald verður fellt niður frá og með 15. desember til 5. janúar og kennt verður í fjar­kennslu. Frederik­sen sagði vonir standa til þess að bólu­setningu allra barna sem fengið geta bólu­setningu yrði lokið í mánuðinum.

Ellefu ára gömul stúlka bólu­sett í Kaup­manna­höfn 28. nóvember.
Fréttablaðið/EPA

Hún hvatti fyrir­tæki sína til að hætta við jóla­há­degis­verðinn, sem alla jafna er ó­rjúfan­legur hluti dansks jóla­halds, og for­stjóri dönsku heil­brigðis­stofnunarinnar, Søren Brostrøm, tók í sama streng. Fólk gæti haldið há­degis­verð með ást­vinum eftir að hafa farið í Co­vid-próf og allir gestir ættu að vera bólu­settir.

„Þú þarft að segja gestum að vera heima ef þeir eru veikir og hóstandi,“ sagði hann. Sjúkra­hús væru undir mjög miklu á­lagi og fresta hefur þurft að­gerðum.

„Á­standið er gríðar­lega al­var­legt,“ sagði Henri­ek Ullum, for­stjóri Sta­tens Serum Insti­tut, og „hið nýja og ó­þægi­lega af­brigði“ vægi þyngst. „Ó­þægi­legt vegna fjölda stökk­breytinga og hve hratt það hefur breiðst um heiminn“, bætti hann við.

Enn væri of snemmt að segja til um hve mikil veikindi fylgdu Ó­míkron-smiti en í Suður-Afríku, þar sem vísinda­fólk kom fyrst auga á af­brigðið, hefði fjöldi inn­lagna marg­faldast á fjórum vikum er Ó­míkron sækti fram.

„Þetta er að stórum hluta börn og þau eru inni­liggjandi í skemmri tíma en í fyrri bylgjum. Það eru auk þess færri sem þurfa súr­efni. Það er þó enn of snemmt að full­yrða að Ó­míkron sé vægara,“ að sögn Ullum. „Við þurfum að gera ráð fyrir að ein­kennin séu að mestu eins og af völdum fyrri af­brigða.“