Frá 27. desember munu allir sem ferðast til Dan­merkur og ekki eiga þar bú­setu að fara í Co­vid-próf áður en þeir koma til landsins eða innan sólar­hrings frá komu. Líkt og víðast hvar annars staðar er far­aldurinn í mikill sókn þar í landi og á þar Omíkron-af­brigðið stærstan þátt í fjölda smita.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neyti landsins. Þetta er gert að ráð­leggingum sótt­varna­nefndar.

Reglurnar gilda um bólu­setta sem og óbólu­setta. Undan­þágur gilda fyrir börn undir 15 ára aldri, fólk sem getur ekki gengist undir hrað­próf eða PCR-próf af læknis­fræði­legum á­stæðum og fleiri.

Nánar má lesa um reglurnar á vef danskra ríkis­út­varpsins.