Heil­brigðis­yfir­völd í Dan­mörku hafa á­kveðið að hætta notkun á bólu­efni lyfja­fram­leiðandans AstraZene­ca gegn kórónu­veirunni. Søren Brostrøm, land­læknir Dan­merkur, greindi frá þessu á blaða­manna­fundirétt í þessu.

Nú þegar er búið að gefa 149.890 ein­stak­lingum í Dan­mörku fyrstu sprautuna af AstraZene­ca bólu­efninu og greindi Brostrøm frá því á blaða­manna­fundinum að þeim verður boðið upp á að fá annað bólu­efni í seinni um­ferð. Þá hafa 595 ein­staklingar lokið bólu­setningu með AstraZene­ca bólu­efninu.

Notkun bólu­efnis AstraZene­ca var stöðvuð tíma­bundið á Ís­landi eftir að til­kynnt var um nokkur til­felli sjald­gæfar blóð­tappa hjá fólki sem hafði verið bólu­sett. Em­bætti land­læknis á Ís­landi á­kvað hins að vera halda á­fram að bólu­setja ein­stak­linga eldri en 70 ára með bólu­efninu.

Í síðustu viku gaf Lyfja­stofnun Evrópu út að á­vinningurinn af notkun bólu­efnisins væri meiri en á­hættan og mælti á­fram með notkun þess.

Brostrøm úti­lokaði ekki að Danir myndu taka bólu­efnið aftur í notkun ef smitum myndu fjölga gífur­lega.

Þá hefur bólu­setningum með bólu­efni Jan­sen einnig verið frestað tíma­bundið í Dan­mörku en rúm­lega 38 þúsund skammtar af bólu­efninu bárust til landsins í dag.

Søren Brostrøm, land­læknir, á blaðamannafundi í dag.
Ljósmynd/skjáskot