Danska heil­brigðis­stofnunin (d. Sund­heds­styrel­sen) hefur nú upp­fært ráð­leggingar sínar varðandi fjar­lægðar­tak­mörk til að hefta út­breiðslu Co­vid en eins metra regla er nú í gildi í Dan­mörku. Nú er að­eins ráð­lagt að fólk haldi fjar­lægð sín á milli þar sem það er mögu­legt en fyrir var kveðið á um eins metra reglu.

Í ljósi þessa verður ekki lengur gerð krafa um eins metra fjar­lægð þegar kemur að menningar-, í­þrótta-, og fé­lags­starfi í Dan­mörku frá laugar­deginum 14. ágúst en menningar­mála­ráðu­neyti Dan­merkur til­kynntu um breytingarnar í dag. Þá verður heldur ekki gerð krafa um eins metra reglu í kirkjum.

Menningar­mála­ráð­herra Dan­merkur, Joy Mogen­sen, segir í yfir­lýsingu að um stórt skref sé að ræða fyrir staði á borð við kvik­mynda­hús og leik­hús þar sem nýju reglurnar gera þeim einnig kleift að hleypa fleirum inn í hvert rými í einu.

Danska heil­brigðis­stofnunin segir aðal á­stæðuna fyrir því að hægt var að slaka á sú að bólu­setningar hafa gengið vel í landinu og það hafi leitt til þess að far­aldurinn sé nú í skefjum.

Yfir­maður stofnanarinnar sagði nýju ráð­leggingar auð­velda Dönum lífið en hvatti þó fólk til að vera enn á varð­bergi.