Daníel E. Arnars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­takanna ´78, til­kynnti í dag um fram­boð sitt fyrir Vinstri­hreyfinguna - grænt fram­boð (VG) en hann sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru Reykja­víkur­kjör­dæmanna.

Daníel er 31 árs. Fæddur og upp­alinn í Þor­láks­höfn og hefur búið á höfuð­borgar­svæðinu frá því um tví­tugt. Daníel er í sam­búð með Erlingi Sig­valda­syni, kennara­nema. Daníel hefur gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra Sam­takanna ´78 frá árinu 2017. Í til­kynningu kemur einnig fram að hann er vara­þing­maður VG í Suður­kjör­dæmi og hefur áður tekið sæti á Al­þingi.

Í til­kynningu kemur fram að hann leggi ríka á­herslu á fjöl­breytt at­vinnu­tæki­færi í Reykja­vík með stór­aukinni sókn í lista- og menningar­lífi borgarinnar. Bæta þarf heil­brigðis­kerfið enn frekar og þá sér­stak­lega er varðar geð­heil­brigði og heil­brigðis­þjónustu kvenna. Mann­réttinda­bar­átta er Daníel hjartans mál og leggur hann ríka á­herslu á að Ís­land skipi sér í fremsta flokk er varðar mann­réttindi hin­segin fólks. Einnig vill Daníel standa fyrir mann­úð­legra kerfi fyrir þau sem leita að al­þjóð­legri vernd og aukna á­herslu á skatt­kerfið sem jöfnunar­tæki.

Daníel er með BA-gráðu í fé­lags­fræði frá Há­skóla Ís­lands og er stúdent frá Fjöl­brauta­skóla Suður­lands á Sel­fossi.

Daníel byrjaði að vinna fyrir Vinstri græn í al­þingis­kosningum árið 2007. Daníel var stjórnar­maður í Ungum vinstri grænum til ársins 2014. Hann hefur stýrt tveimur kosninga­bar­áttum fyrir VG, fyrir Suð­vestur­kjör­dæmi og Suður­kjör­dæmi, gegndi starfi fram­kvæmda­stjóra 2014-2016, sat í stjórn hreyfingarinnar frá 2015-2019 og hefur stýrt mál­efna­hópum. Daníel hefur áður tekið sæti á lista í kosningunum 2009, 2013, 2016 og 2017.