Á tímabilinu frá mars 2020 fram á þriðja ársfjórðung 2021 jókst dánartíðni umtalsvert í Svíþjóð á meðan hún hækkaði smávægilega í Finnlandi og Danmörku en dróst hins vegar saman á Íslandi.

Þetta segir á vef Hagstofu Íslands.

Í Noregi var dánartíðni lægri á síðasta ári sé miðað við árið á undan en þegar uppsöfnuð dánartíðni vegna Covid-19 faraldursins er borin saman á Norðurlöndunum má sjá að hún er langhæst í Svíþjóð.

Í september á þessu ári voru uppsöfnuð dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa í Svíþjóð tæplega 143 en á sama tíma voru þau 8,95 á Íslandi, tæp 16 í Noregi og 45,6 í Danmörku.