Innlent

Danadrottning heimsækir Ísland á fullveldishátíð

Margrét II Danadrottning mun taka þátt í ýmsum viðburðum þann 1. desember næstkomandi þegar Íslendingar fagna aldarafmæli fullveldis.

Margrét II Danadrottning mun flytja ávarp á fullveldishátíð í Hörpu auk þess sem hún mun sækja ýmsar sýningar Fréttablaðið/Getty

Margrét II Danadrottning mun taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á Íslandi sem verður efnt til þann 1. desember næstkomandi til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslendinga.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisembættinu að Margrét hafi þekkst boð forsetans, Guðna Th. Jóhannessonar um að heimsækja Ísland í tilefni afmælisins. 

Margrét II mun koma til með að skoða sýningar í Hörpu og Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur og sitja hátíðarkvöldverð með forsetahjónunum á Bessastöðum.

Þá mun hún einnig sækja fullveldisdagskrá í Hörpu sem fer fram um kvöldið þann 1. desember þar sem hún mun flytja ávarp.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing