Innlent

Danadrottning heimsækir Ísland á fullveldishátíð

Margrét II Danadrottning mun taka þátt í ýmsum viðburðum þann 1. desember næstkomandi þegar Íslendingar fagna aldarafmæli fullveldis.

Margrét II Danadrottning mun flytja ávarp á fullveldishátíð í Hörpu auk þess sem hún mun sækja ýmsar sýningar Fréttablaðið/Getty

Margrét II Danadrottning mun taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á Íslandi sem verður efnt til þann 1. desember næstkomandi til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslendinga.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisembættinu að Margrét hafi þekkst boð forsetans, Guðna Th. Jóhannessonar um að heimsækja Ísland í tilefni afmælisins. 

Margrét II mun koma til með að skoða sýningar í Hörpu og Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur og sitja hátíðarkvöldverð með forsetahjónunum á Bessastöðum.

Þá mun hún einnig sækja fullveldisdagskrá í Hörpu sem fer fram um kvöldið þann 1. desember þar sem hún mun flytja ávarp.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íbúar koma grindverki úti á götu til varnar

Innlent

„Eigna­tjón og til­finninga­tjón sem gleymist seint“

Innlent

Þurfa ekki að færa bústaðinn og greiða lambs­verð í leigu

Auglýsing

Nýjast

May brýnir klærnar en er í þröngri stöðu

Hæstiréttur klofnaði í bótamáli

Róhingjar verði ekki neyddir aftur til Myanmar

Nýr Kia e-Soul frumsýndur í LA

Æðakerfið í Tungná

Hæstiréttur lækkar bætur Snorra í Betel

Auglýsing