Innlent

Danadrottning heimsækir Ísland á fullveldishátíð

Margrét II Danadrottning mun taka þátt í ýmsum viðburðum þann 1. desember næstkomandi þegar Íslendingar fagna aldarafmæli fullveldis.

Margrét II Danadrottning mun flytja ávarp á fullveldishátíð í Hörpu auk þess sem hún mun sækja ýmsar sýningar Fréttablaðið/Getty

Margrét II Danadrottning mun taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á Íslandi sem verður efnt til þann 1. desember næstkomandi til að fagna aldarafmæli fullveldis Íslendinga.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisembættinu að Margrét hafi þekkst boð forsetans, Guðna Th. Jóhannessonar um að heimsækja Ísland í tilefni afmælisins. 

Margrét II mun koma til með að skoða sýningar í Hörpu og Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur og sitja hátíðarkvöldverð með forsetahjónunum á Bessastöðum.

Þá mun hún einnig sækja fullveldisdagskrá í Hörpu sem fer fram um kvöldið þann 1. desember þar sem hún mun flytja ávarp.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Innlent

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Innlent

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

Auglýsing

Nýjast

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Icelandair varar far­þega við verk­föllum

Fimm um borð í leku skipi: Mikill viðbúnaður

Auglýsing