Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjór­i, seg­ir að frétt­a­flutn­ing­ur á vef Hring­braut­ar um miða sem hann hlaut sem gjöf á tón­leik­a­há­tíð­in­a Secr­et Sol­stic­e sé vill­and­i. Þar var því hald­ið fram að Dag­ur hefð­i þeg­ið miða að and­virð­i hálfr­ar millj­ón­ar krón­a. Hann segir það ekki rétt, hann hafi fengið gefinst miða sem hafi verið ætlaðir listamönnum, og ekki verið til sölu. Það staðfesta forsvarsmenn hátíðarinnar í tilkynningu.

„Ég er nú ýmsu van­ur en verð þó að segj­a að þett­a finnst mér ó­venj­u vill­and­i og röng fram­setn­ing þar sem vilj­and­i er ver­ið að gera hlut­i tor­trygg­i­leg­a,“ seg­ir Dag­ur í Fac­e­bo­ok færsl­u sem hann birt­i seint í gær.

Hann út­skýr­ir í færsl­unn­i að hann hafi ver­ið á ætt­ar­mót­i sömu helg­i og há­tíð­in fór fram og hafi því ekki bú­ist við því að kom­ast. Hann hafi svo ver­ið kom­inn aft­ur í bæ­inn síð­deg­is á sunn­u­deg­i og hafi þá á­kveð­ið að líta við á há­tíð­in­a síð­ast­a kvöld henn­ar.

„Ekki síst þar sem marg­ir höfð­u lýst á­hyggj­um af fram­kvæmd­inn­i áður en hún var hald­in,“ seg­ir Dag­ur.

Hann seg­ir frá því að að­stoð­ar­mað­ur hans hafi heyrt í skip­u­leggj­end­um há­tíð­ar­inn­ar sem hafi hitt hann við inn­gang svæð­is­ins. Þeir hafi feng­ið list­a­mann­a-arm­bönd, sem hafi átti að tryggj­a þeim að­gang að öllu tón­leik­a­svæð­in­u, einn­ig öllu bak­sviðs svæð­i.

Skipulag hafi verið metnaðarfullt og öryggisgæsla á verði

Dag­ur seg­ir að fram­kvæmd­a­stjór­i há­tíð­ar­inn­ar, Vík­ing­ur Heið­ar Arnórs­son, hafi að því lokn­u leitt hann um svæð­ið og sýnt hon­um skip­u­lag þess. Hann seg­ir það hafa ver­ið mjög metn­að­ar­fullt og að ör­ygg­is­gæsl­a hafi at­hug­að arm­band hans þeg­ar hann fór á mill­i ó­líkr­a svæð­a.

„List­a­mann­a-arm­bönd­in veitt­u þenn­an að­gang - en voru ekki til sölu. Þau var alls ekki hægt að kaup­a. Hvað þá fyr­ir hálf­a millj­ón. Ég var á­nægð­ur að hafa far­ið þótt að­eins hafi rignt. Full­trú­um lög­regl­u, slökkv­i­liðs og fé­lags­mið­stöðv­ast­arfs­fólk­i sem ég rakst á á rölt­in­u bar sam­an um að há­tíð­in hefð­i far­ið vel fram og ver­ið til fyr­ir­mynd­ar,“ seg­ir Dag­ur í færsl­u sinn­i.

Hann spyr svo hvað­a skrif­in á vef Hring­braut­ar koma og seg­ir að í þeim til­gang­i að gera heim­sókn hans á há­tíð­in­a tor­trygg­i­leg­a legg­i Hring­braut list­a­mann­a-arm­bönd að jöfn­u við svo­kall­að­a Óðin­s­mið­a sem voru til sölu á há­tíð­in­a. Það eru dýr­ust­u mið­ar sem hægt er að kaup­a á há­tíð­in­a. Sam­kvæmt for­svars­mönn­um Secr­et Sol­stic­e gera slík­ir gest­um kleift að borð­a og drekk­a frítt all­an þann tíma sem há­tíð­in stendur auk þess að hafa að­gang að VIP svæð­um.

Dag­ur seg­ir frétt­a­flutn­ing Hring­braut­ar „gróf­leg­a vill­and­i og rang­an“ og „út í hött“

„Að bland­a þess­um list­a­mann­a­arm­bönd­um sem not­uð voru til að komst um svæð­ið eitt kvöld sam­an við allt aðra og dýr­ust­u mið­an­a á þriggj­a daga há­tíð er ekki bara hæp­ið held­ur út í hött. Mér finnst sjálf­sagt að gera rík­ar kröf­ur til stjórn­mál­a­mann­a en það hlýt­ur líka að vera hægt að gera þá lág­marks­kröf­u að rétt sé far­ið með í skrif­um um þeirr­a störf, rétt eins og í allr­i ann­arr­i um­ræð­u,“ seg­ir Dag­ur að lok­um.

Í til­kynn­ing­u frá Secr­et Sol­stic­e um mál­ið kem­ur fram að þau harm­i frétt­a­flutn­ing Secr­et Sol­stic­e í tengsl­um við að­göng­u­mið­a borg­ar­stjór­a.

„Allir kjörn­ir full­trú­ar geta feng­ið að­göng­u­mið­a á há­tíð­in­a sam­kvæmt samn­ing­i við Reykj­a­vík­ur­borg í þeim til­gang­i að upp­fyll­a eft­ir­lits­skyld­u sína. Borg­ar­stjór­i sótt­i há­tíð­in­a á sunn­u­dags­kvöld­ið og vild­u for­svars­menn há­tíð­ar­inn­ar gjarn­an veit­a hon­um sér­stak­an að­gang að öll­um svæð­um há­tíð­ar­inn­ar og fékk hann því svo­kall­að­a Artist Gold pass­a sem eru ekki til al­mennr­ar sölu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i.

Þar er svo gagn­rýnt, eins og Dag­ur ger­ir í sinn­i færsl­u, að mið­arn­ir séu lagð­ir að jöfn­u við Óðin­s­mið­an­a.

„Allt kom þett­a afar skýrt fram í sam­tal­i for­svars­manns há­tíð­ar­inn­ar við blað­a­mann Hring­braut­ar sem kaus að túlk­a mið­an­a með þess­um hætt­i. For­svars­menn Secr­et Sol­stic­e harm­a slík­an frétt­a­flutn­ing sem á eng­an hátt mun geta skyggt á ó­trú­leg­a vel heppn­að­a há­tíð við sum­ar­sól­stöð­ur í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­u Secr­et Sol­stic­e.