„Það þarf að bjarga Siglunesi,“ sagði Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri siglingaklúbbsins Sigluness, þegar mótmæli fóru fram í Ráðhúsinu rétt fyrir klukkan 12 í dag.

Mótmælt var áður en borgarstjórnarfundur, önnur umræða um fjárhagsáætlun, hófst.

Borgin þarf að standa vörð um unglinga- og æskulýðsstarf. Höggvið er þar sem síst skyldi, að sögn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta borgarstjórnar en Hildur fylgdist með mótmælunum.

Fjöldi var mættur til mótmæla.
Fréttablaðið/Ernir

Þúsundir höfðu fyrir mótmælin skráð nöfn sín á mótmælalista vegna boðaðrar lok­unar sigl­inga­klúbbs­ins í Naut­hóls­vík. Lok­un­in er hluti af fjölþætt­um hagræðing­araðgerðum Reykja­vík­ur­borg­ar til að mæta halla­rekstri.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði í samtali við Fréttablaðið að íþrótta- og tómstundaráð myndi skoða fyrri áætlanir. Kann því að vera að mótmælin í dag, þar sem blásið var í neyðarflautur, skili árangri.