Nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla kynntu æfingatæki sem þau hafa þróað fyrir fólk í hjólastólum fyrir Degi B. Eggertssyni í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Tækið ber nafnið Styrkþjálfinn og er frumkvöðlaverkefni sem nemendurnir þróuðu í nýsköpunaráfanga í skólanum.
Nemendurnir eru þau Valur Snær Gottskálksson, (frá Íslandi), Freyja Eaton (frá Íslandi), Milica Anna (frá Serbíu) og Wafika Jarrah (frá Sýrlandi).
Verkefnið snýst um að þróa, og framleiða æfingabúnað fyrir fólk í hjólastólum. Samhliða því setja þau saman armbönd sem þau selja á netinu. Stór hluti innkomunnar mun renna til Sjálfsbjargar, Landsamband hreyfihamlaðra, til aðstoðar við kaup á lyftu í sundlaug hjá þeim.
Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins var viðstaddur er borgarstjóri prófaði tækið og tók myndir af kynningunni og þegar hann prófaði Styrkþjálfann.



Hægt er að styrkja verkefnið með því að kaupa armbönd. Hægt er að kynna sér málið betur á Facebook eða Instagram-síðu verkefnisins eða með því að senda þeim póst á styrkleikifa@gmail.com
Hittum nokkra einstaklinga sem nota hjólastól, og fengu þeir að prófa æfingabúnaðinn,
Posted by Styrkleiki on Friday, 16 April 2021