Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri segir að ný­út­gefin skýrsla Innri endur­skoðunar Reykja­víkur­borgar sé á­fellis­dómur um hvernig staðið var að fram­kvæmdum við Naut­hóls­veg 100, þar sem braginn um­talaði var meðal annars gerður upp. 

Þar kemur ýmis­legt í ljós, líkt og Frétta­blaðið hefur fjallað ítar­lega um. Hvergi virðist hafa verið fylgst með að farið yrði fram úr fjár­heimildum, upp­lýsingar til borgar­ráðs voru af skornum skammti og þá fær fyrr­verandi skrif­stofu­stjóri eigna- og at­vinnu­þróunar út­reið en hann sinnti ekki stjórn­enda­á­byrgð sinni. 

Svört skýrsla: Enginn hafði eftir­lit og verk­takar voru hand­valdir

„Skýrslan er bæði ítar­leg og fer yfir málið í heild sinni. Mér finnst nið­pur­stöður hennar vera af­gerandi og býsna skýrar. Það er mjög víða sem við þurfum að huga að nauð­syn­legum um­bótum,“ segir Dagur í sam­tali við Frétta­blaðið. 

Hann í­trekar mikil­vægi þess að komin sé saman­tekt um málið og hvað fór úr­skeiðis. „Þarna er búið að greina á milli þess sem er raun­veru­leiki og þess sem voru á­hyggjur. Þannig skýrslan er mjög góður grunnur að því að taka núna næstu skref sem er að gera á­ætlun um við­brögð og um­bætur á hennar grunni,“ segir Dagur enn­fremur.

Dregið úr líkum á að sagan endurtaki sig

Sam­þykkt var á borgar­ráðs­fundi, þar sem skýrslan var kynnt, að fela Degi, Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur, for­manni borgar­ráðs, og Hildi Björns­dóttur, full­trúa úr minni­hluta borgar­stjórnar, að vinna að til­lögum að við­brögðum við á­bendingum innri endur­skoðunar og að þau við­brögð taki til allra þátta málsins. 

Það verður væntan­lega til þess fallið að taka þetta verk­efni fyrir en líka það hvernig staðið verður að verk­efnum í framtíðinni?

„Já, mark­miðið með því hlýtur að vera að draga, eins og kostur er, úr líkum á því að svona endur­taki sig.“ 

Líkum úr því að við fáum annan bragga? 

„Já.“ 

Að­spurður út í hans pólitísku á­byrgð í bragga­málinu svo­kallaða kveðst hann vita­skuld bera slíka sem æðsti yfir­maður stjórn­sýslunnar í borginni. „Það er hins vegar hluti af þessu verk­efni að upp­lýsingum var ekki miðlað, hvorki til mín né borgar­ráðs, og það er auð­vitað ekki í lagi.“

Verði að geta treyst á upplýsingagjöf

Nú bíði hans, Þór­dísar Lóu og Hildar ærið verk­efni, að tryggja að sam­bæri­leg þróun eigi sér ekki stað aftur, með um­bætur á stjórn­kerfinu og ferlum er lúta að utan­um­hald verk­efna og fram­kvæmda á vegum borgarinnar. Hann bendir á að hverju sinni séu á annað hundrað fjár­festingar­verk­efni í gangi á vegum borgarinnar. Í ofan­á­lag séu mörg hundruð rekstrar­tengd verk­efni til staðar. 

„Í öllum þeim verk­efnum verið að fara með fjár­veitingar sem borgar­ráð og borgar­stjórn hafa á­ætlað til verk­efnisins. Og við verðum að geta treyst því, að ef eitt­hvað stefnir fram úr, ég tala nú ekki um að ef það er komið fram úr, að þá séum við látin vita þannig það sé hægt að taka af­stöðu til málsins, veita frekari fjár­veitingar eða kannski bara segja stopp,“ segir Dagur að lokum.