Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur var mættur snemma í ráðhús Reykjavíkur í morgun að kjósa í sveitastjórnarkosningunum.

Með honum var eiginkona hans Arna Dögg Einarsdóttir og Ragnheiður Hulda dóttir hans sem var að kjósa í fyrsta skipti.

Dagur og fjölskylda hans.
Fréttablaðið/Anton Brink
Dóttir Dags og Örnu, Ragnheiður var mætt að kjósa í fyrsta skipti.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fólk var mætt snemma í morgun til að kjósa.
Fréttablaðið/Anton Brink
Sveitastjórnakosningar
Fréttablaðið/Anton Brink

Ragnheiður deildi mynd á Facebook síðu sinni þar sem hún hvetur alla til að nýta kosningaréttinn sinn.

Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verður opið til klukkan 22 í kvöld. Hægt er að nálgast upplýsingar um kjörstað hvers og ein á vef Reykjavíkurborgar.