Flokks­menn í Sam­fylkingunni fagna yfir­lýsingu Krist­rúnar Frosta­dóttur, þing­manns flokksins, um að hún í­hugi al­var­lega fram­boð til formanns Sam­fylkingarinnar. Yfir­lýsingin er ekki talin segja til um hvort Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri bjóði sig fram eða ekki.

„Veð­bankinn innan flokksins segir að það séu ná­kvæm­lega 50/50 líkur á að Dagur fari fram,“ segir sveitar­stjórnar­maður í flokknum.

Dagur sagði að­spurður í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að hann væri í fríi en kæmi til starfa í næstu viku. Hann vildi að sinni ekki ræða eigin á­form eða bregðast við yfir­lýsingu Krist­rúnar. Flokks­menn segja að Dags bíði stór á­kvörðun, því sagan minnist gjarnan síðustu bar­daga stjórn­mála­manna fremur en fyrri sigra.

For­manns­skiptin verða í haust þegar Logi Einars­son stígur til hliðar. Á annað hundrað lands­fundar­full­trúa munu velja sér for­ystu. Ef fram koma fleiri en eitt fram­boð til formanns getur fram­bjóðandi óskað þess að al­menn kosning fari fram. Ef svo fer munu þúsundir at­kvæða ráða valinu.

Heiða Björg Hilmis­dóttir, vara­for­maður Sam­fylkingarinnar, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að hún hefði engin á­form um annað en að bjóða sig á­fram fram.