Innlent

Dagur B. stefnir á að losa sig við stafinn með haustinu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, snéri aftur til starfa í síðustu viku. Hann greindist með sjúkdóm í sumar og hefur notað staf til þess að komast leiðar sinnar. Hann vonast til að geta gengið án hans þegar líður á haustið.

Dagur notaði sumarleyfið til þess að læra að umgangast sjúkdóminn og hóf kraftmikla lyfjameðferð. Fréttablaðið/Anton Brink

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá sjúkdómi sem hann greindist með í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur gigtarsjúkdómur sem kallast fylgigigt og skerðir hreyfigetu hans.

Í tilkynningu frá borgarstjóra kemur fram að hann hafi snúið aftur til starfa í síðustu viku og hafa fyrstu dagarnir gengið vel. Áhrifunum af sjúkdómnum lýsir hann fyrst og fremst sem verkjum, þegar bólgurnar séu miklar eigi hann erfitt með að hreyfa sig og hefur hann því notað staf til þess að geta komist ferða sinna. Dagur notaði sumarleyfið til þess að læra að umgangast sjúkdóminn og hóf kraftmikla lyfjameðferð. 

„Ég byrjaði að koma til vinnu í síðustu viku. Það hefur gengið vel, ekki síst þar sem ég á gott samstarfsfólk í hverju horni. Ég hef fengið þau eindregnu ráð að fara ekki of geyst en stefni þó að því að geta sleppt stafnum og aukið hreyfinguna með haustinu. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir þann mikla fjölda af góðum kveðjum sem ég hef fengið og þá hlýju sem ég fundið alls staðar að.“

Sjá einnig: Dagur B. glímir við veikindi

Ekkert vöfflukaffi

Borgarstjórinn kemur ekki til með að standa við vöfflujárnið í ár ásamt fjölskyldu sinni á Menningarnótt. Síðastliðin tíu ár hefur fjölskyldan boðið gestum og gangandi upp á vöfflur á heimili sínu á Óðinsgötu á þessum degi. Nú ætlar fjölskyldan að gera hlé á hefðinni og prufa eitthvað nýtt. 

„Um leið og við þökkum fyrir frábæra viðkynningu í vöfflukaffi undanfarin ár þá vildi ég láta vita að við gerum nú hlé á þessari góðu fjölskylduhefð og sláumst á morgun í hóp borgarbúa sem njóta menningarnætur á annan hátt, með því að heimsækja aðra og uppgötva eitthvað nýtt með því að njóta einhverra þeirra hundraða viðburða sem í boði verða.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing