Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, munu skipta með sér borgarstjórastólnum á komandi kjörtímabili, samkvæmt heimildum mbl.is
Í frétt mbl.is segir að Dagur verði borgarstjóri næstu 18 mánuðina en Einar taki þá við af honum. Einar verði formaður Borgarráðs meðan Dagur situr í stól borgarstjóra.
Þá segir í frétt mbl.is að í málefnasamningi sem kynntur verður á blaðamannafundi klúkkan 15 í dag sé kveðið á um sérstakt húsnæðisátak að fyrsta áfanga Sundabrautar verði hrundið af stað á kjörtímabilinu.
Oddvitar þeirra flokka sem átt hafa í formlegum viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík hafa boðað til sameiginlegs blaðamannafundar þrjú í dag til að kynna nýjan meirihluta og málefnasamning flokkana.
Blaðamannafundurinn fer fram við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15 í dag og verður utandyra.