Dag­ur B. Eggerts­son, borgarstjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, munu skipta með sér borg­ar­stjóra­stóln­um á kom­andi kjör­tíma­bili, samkvæmt heimildum mbl.is

Í frétt mbl.is segir að Dag­ur verði borg­ar­stjóri næstu 18 mánuðina en Einar taki þá við af honum. Einar verði formaður Borgarráðs meðan Dagur situr í stól borgarstjóra.

Þá segir í frétt mbl.is að í málefnasamningi sem kynntur verður á blaðamannafundi klúkkan 15 í dag sé kveðið á um sér­stakt hús­næðisátak að fyrsta áfanga Sunda­braut­ar verði hrundið af stað á kjör­tíma­bil­inu.

Odd­vitar þeirra flokka sem átt hafa í formlegum viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík hafa boðað til sam­eigin­legs blaða­manna­fundar þrjú í dag til að kynna nýjan meiri­hluta og mál­efna­samning flokkana.

Blaða­manna­fundurinn fer fram við stöðvar­stjóra­húsið í Elliða­ár­dal klukkan 15 í dag og verður utan­dyra.