Dagsektir eru sjaldnast úrræði sem beitt er af Reykjavíkurborg vegna húsa í niðurníðslu. „Þetta er mögulega annað eða þriðja skiptið á sex árum þar sem við beitum hús í niðurníðslu dagsektum,“ segir Gylfi Ástbjartsson, hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu ákvað Reykjavíkurborg að beita eigendur Óðinsgötu 14a og 14b dagsektum vegna ástands húsanna. Aðspurður segir Gylfi að dagsektum sé í raun sjaldan beitt yfir höfuð „Þetta eru í kringum sex til tíu mál á ári þar sem við beitum dagsektum,“ segir hann.