Reykjavíkurborg

Dag­sektir lagðar á borgina vegna að­búnaðs á leik­skóla

Reykjavíkurborg verður gert að greiða 150 þúsund króna sekt dag hvern þar til bætt verður úr starfsaðstöðu á leikskólanum Lyngheimar.

Athugasemdir Vinnueftirlitsins voru ítrekaðar í þrígang. Mynd/ Reykjavíkurborg

Vinnueftirlitið hefur með ákvörðun sinni frá 8. október s.l. ákveðið að leggja 150 þúsund króna dagsektir á Reykjavíkurborg vegna aðbúnaðar á leikskólanum Lyngheimar.

Eftirlitið hafði áður, í byrjun ársins 2013, veitt fyrirmæli til Reykjavíkurborgar um að bæta úr starfsaðstöðu á leikskólanum. Í fyrirmælunum fólst m.a. að tvö salerni væru á leikskólanum, þar sem fleiri en 15 konur ynnu á vinnustaðnum, og að úrbætur yrðu gerðar á aðstöðu til þvottar og uppvasks til að koma í veg fyrir álagi á baki og herðum. Alls starfa 23 starfsmenn á leikskólanum.

Fyrirmælin voru ítrekuð í tvígang, í febrúar og maí 2014 og svo enn á ný þegar erindi var sent þann 29. ágúst í ár þar sem fram kom að til skoðunar væri að leggja dagsektir á borgina, yrði ekkert af úrbótunum. Þrátt fyrir það tilkynnti Reykjavíkurborg ekki um úrbætur, og voru því dagsektir lagðar á.

Reykjavíkurborg verður því gert að greiða 150 þúsund krónur á dag þar til bætt verður úr athugasemdum Vinnueftirlitsins.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Reykjavíkurborg

Héraðssaksóknari rannsaki braggamálið

Reykjavíkurborg

330 milljón króna fram­úr­keyrsla á­stæða af­sagnar

Reykjavíkurborg

Leyfi gæludýr í borgaríbúðum

Auglýsing

Nýjast

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Loka við Skóga­foss

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Auglýsing