Dumitru Calin hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mann­dráp af gá­leysi, eftir að hann banaði Daníel Ei­ríks­syni fyrir utan heimili hans í Vinda­kór árið 2021.

At­vikið átti sér stað í apríl 2021, en þá hafði Daníel haldið báðum höndum í hliðar­rúðu á bíl sem Dumitru ók og dregist eða hlaupið með bílnum um 14 metra, þar til hann féll niður. Bílnum var ekið á 15 til 20 kíló­metra hraða.

Þegar Daníel féll til jarðar ók Dumitru af vett­vangi án þess að huga að honum og vegna þess telur sak­­sóknari að hann hafi stofnað lífi og heilsu Daníels í aug­­ljósan háska. Daníel lést daginn eftir á spítala vegna höfuð­á­­verka.

Fyrir héraðs­dóm var Dumitru dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til sviptingu öku­réttar í 18 mánuði. Þá var honum einnig gert að greiða for­eldrum Daníels 1.5 milljón til hvors þeirra.

Málinu var á­frýjað til Lands­réttar, sem birti niður­stöðu sína í dag. Þar kom fram að Daníel og Dumitru hafi talað saman sím­leiðis um morguninn og hittust þeir í kjöl­farið á bif­reiðar­plani fyrir utan heimili Daníels. Eftir orða­sam­skipti á milli mannana hafi Dumitru ekið bif­reið sinni af stað og Daníel hélt í hliðar­rúðu bílsins. Bif­reiðinni var ekið með 15 til 20 kíló­metra hraða, þar til Daníel féll í jörðina og við það hlotið al­var­lega höfuð­á­verka, sem leiddu til þess að hann lést degi síðar.

Dumitru taldi að hátt­semi hans hafi verið refis­laus, þar sem skil­yrði laga um neyðar­vörn hafi verið upp­fyllt. Lands­réttur dró ekki í efa Dumitru hafi óttast Daníel, en að sögn Dumitru var Daníel í annarlegu ástandi og miðaði haglabyssu að honum. Ekki var fallist á að skil­yrði um neyð­vörn hafi verið upp­fyllt, hins vegar var fram­ferði Dumitru slegið að föstu sem gá­leysis­brot.

Þá sýndi Dumitru al­gert skeytingar­leysi um á­stands Daníels eftir fallið, en hann keyrði af vett­vangi án þess að huga að Daníel.

„Með því að yfir­gefa brota­þola eftir fallið án þess að kanna á­stand hans og eftir at­vikum kalla eftir að­stoð, en hið síðar­nefnda hefði á­kærði hæg­lega getað gert án þess að nálgast brota­þola, sýndi á­kærði af sér al­gert skeytingar­leysi um á­stand hans,“ segir meðal annars í dómnum.

Dumitru var því sak­felldur fyrir mann­dráp af stór­felldu gá­leysi og fyrir að yfir­gefa Daníel án þess að kanna á­stand hans og kalla eftir að­stoð.

Lands­réttur mildaði dóm héraðs­dóms og er Dumitru gert að sæta fangelsi í tvö ár, í stað þriggja og hálfs árs. Dumitru verður sviptur öku­réttindum í 18 mánuði. Honum er einnig gert að greiða for­eldrum Daníels skaða­bætur, 1.5 milljón til hvors for­eldris og helmings alls á­frýjunar­kostnað málsins.