Hálf­fer­tugur karl­maður sem hótaði lög­reglu­mönnum of­beldi í lög­reglu­bíl í febrúar á síðasta ári var í gær dæmdur í 30 daga skil­orðs­bundið fangelsi.

Maðurinn var á­kærður fyrir brot gegn vald­stjórninni með því að hafa að í lög­reglu­bíl á leið frá Hafnar­firði að Hverfis­götu í Reykja­vík hótað lög­reglu­manni of­beldi með orðunum „Annað hvort setur þú vatn í augun á mér núna eða ég geng frá þér síðar“ og fyrir að hafa á lög­reglu­stöðinni við Hverfis­götu hótað lög­reglu­manni of­beldi með orðunum „Haltu kjafti, ég ætla fokking að taka þig í rass­gatið og ég ætla að berja þetta litla fífl,“ eins og segir í á­kærunni sem maðurinn gekkst við.

Fram kemur í dómi Héraðs­dóms Reykja­víkur að játning mannsins sé studd sakar­gögnum og er þá væntan­lega átt við upp­tökur lög­reglunnar. Einnig að maðurinn haf gengist undir greiðslu fé­sektar.