Flemming Mogensen hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt Freyju Egilsdóttur á heimili hennar í janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram ávef DV en blaðamaður miðilsins var viðstaddur réttarhöldin.

Flemming myrti Freyju á hrottalegan hátt á heimili hennar í Malling á Jótlandi þann 29. janúar síðastliðinn.

Flemming var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 1996 fyrir að hafa banað barnsmóður sinni, Kristinu Hansen, ári áður. Hann játaði á sig morðið á Freyju. Niðurstaða geðlækna var að Flemming sé ekki geðveikur og hafi ekki verið í geðrofi þegar hann myrti Freyju, mun hann hafi elt hana eftir að hún sleit við hann samvistum. Sonur Flemming hefur lýst föður sínum sem reiðum manni.

Réttarhöldin hófust í morgun og tók ekki langan tíma fyrir dóminn að komast að niðurstöðu. Flemming þarf hann að greiða allan málskostnað, 285.000 danskar krónur, auk 500.000 danskar krónur í bætur handa þremur börnum Freyju.

Verjandi hans sagði að áfrýjun kæmi til greina. Flemming verður áfram í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Silkeborg.